Suðurlandsbraut 8

2.Júní 2016  |   Hjörleifur Sigurþórsson

Byrjað er að  byggja 3 hæðir ofan á Suðurlandsbraut 8. Þarna koma til með að vera skrifstofur á öllum hæðum ásamt bílastæðahúsi á 3 hæðum á baklóð.

Arkís arkitektar sáum aðalhönnu og verkfræðstofan um hönnun á burðarvirki og lögnum.

Sjá nánar á http://www.ark.is/verk/hugmyndasamkeppni-um-staekkun-sudurlandsbrautar-8-og-10/

 

Stúdenta íbúðir Brautarholti

13.Nóvember 2015  |   Hjörleifur Sigurþórsson

JÁVERK hefur hafið framkvæmdir við nýjar stúdenta íbúðir við Brautarholt. Um er að ræða  byggingu á 102 íbúðum með sameiginlegum rýmum á 1.hæð og bílakjallara

Verkfræðistofan sá um alla hönnun á burðarvirki og pípulögnum.

 

Framkvæmdir hafnar í Laugarvatnsskógi

10.Nóvember 2015  |   Brynjar Daníelsson

Framkvæmdir eru nú hafnar við þjónustuhús í Laugarvatnsskógi. Skógur hefur verið ruddur af byggingarstaðnum og jarðvinna verið boðin út. Stefnt er að því að reisa burðarvirki hússins næsta vor og að þessi nýi áningarstaður verði tilbúinn um haustið.

Húsið verður eingöngu smíðað úr íslenskum viði og hæstu trén sem felld hafa verið til að afla viðar í burðarvirkið voru 22 metra há.

Í bygginguna þarf að nota stæðilega ósagaða stofna sem þurfa að vera 8-10 metra langir og ekki minna en 10 sm sverir í grennri endann. Trjábolir í burðarviðina voru felldir fyrir nokkru í Haukadal og barkflettir.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Skógræktar Íslands http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2678

 

 

Holstvegur 8-18

21.Október 2014  |   Hjörleifur Sigurþórsson

Nú erum við að vinna að burðarvirkis og lagnahönnun fyrir fjölbýlishús að Holtsvegi 8-18. Verkið er unnið í samstarfi við Arkís arkitekta.

Sjá nánar á heimasíðu Arkís www.ark.is/verk/holtsvegur-urridaholt/

 

Endurbætur á Moggahöllinni

20.Október 2014  |   Hjörleifur Sigurþórsson

Framkvæmdum við endurbætur og nýja hæð ofan á gömlu moggahöllina er að hefjast.

Erum við með verkfræðihönnun í þessu verki sem mun verða hluti af Center­hotel Plaza.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Arkís arkitekta og ÍAV

 

Álfhólfsvegur 22

28.Júlí 2014  |   Hjörleifur Sigurþórsson

Mótandi ehf er að reisa 16 íbúða fjölbýlishús ásamt bílahúsi. Sáum við um hönnun á burðarvirki og lögnum.  Framkvæmdir ganga vel og bílahús er uppsteypt og er langt komið með uppsteypu á öðru húsinu.

 

Farfuglaheimili Skógum

11.Mars 2014  |   Hjörleifur Sigurþórsson

Starfsmaður verkfræðistofunar var á ferð og skoðaði framkvæmdir við nýtt farfuglaheimili sem er að rísa að Skógum.  Sjá myndir í verkefna möppu

 

Gleðileg Jól

20.Desember 2013  |   Brynjar Daníelsson

Óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Hlökkum til að hitta þig árið 2014!

Þráinn, Benedikt, Hjörleifur og Brynjar

Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt.

 

 

 

Allir vinna átakið rennur út 1. janúar 2014

31.Ágúst 2013  |   Brynjar Daníelsson
Viljum minna á að nú er síðasti séns að nýta sér virðisaukaskatts afsláttinn, því að samþykkt alþingis að framlengja Allir Vinna átakinu rennur út 1. Janúar 2014!
 

Haukdælabraut 48-56

31.Maí 2013  |   Hjörleifur Sigurþórsson

Pálmar ehf er að steypa upp fimm raðhúsa lengju á tveimur hæðum.  Framkvæmdir ganga vel.