Framkvæmdir hafnar í Laugarvatnsskógi

10.Nóvember 2015  |   Brynjar Daníelsson

Framkvæmdir eru nú hafnar við þjónustuhús í Laugarvatnsskógi. Skógur hefur verið ruddur af byggingarstaðnum og jarðvinna verið boðin út. Stefnt er að því að reisa burðarvirki hússins næsta vor og að þessi nýi áningarstaður verði tilbúinn um haustið.

Húsið verður eingöngu smíðað úr íslenskum viði og hæstu trén sem felld hafa verið til að afla viðar í burðarvirkið voru 22 metra há.

Í bygginguna þarf að nota stæðilega ósagaða stofna sem þurfa að vera 8-10 metra langir og ekki minna en 10 sm sverir í grennri endann. Trjábolir í burðarviðina voru felldir fyrir nokkru í Haukadal og barkflettir.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Skógræktar Íslands http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2678