Kópavogsbraut 3 - Framkvæmdir komnar á fulla ferð.

9.Desember 2011  |   Brynjar Daníelsson

Nú eru framkvæmdir komnar á fulla ferð við uppgerð og endurbyggingu á þessu sögufræga húsi og ganga þær vel.

Um er að ræða 23 íbúðir í fjögurra hæða fjölbýlishúsi á einum eftirsóknaverðasta stað á höfuðborgarsvæðinu. Húsið verður endurgert frá grunni, m.a. með nýrri glæsilegri þakhæð. Íbúðirnar, sem eru 2-3ja herbergja, verða afhentar fullbúnar með gólfefnum. Gert er ráð fyrir afhendingu íbúða í mars – maí 2012.

Staðsetning hússins er mjög góð, á sunnanverðu Kársnesinu í Kópavogi, skammt frá stofnbrautum. Stutt er í alla þjónustu s.s. verslanir, skóla, sundlaug, líkamsræktarstöðvar og almenningssamgöngur.

Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt sá um alla hönnun á burðarvirki, loftræsilögnum og pípulögnum ásamt gerð útboðsgagna.