"Allir vinna" átakið framlengt

10.Janúar 2013  |   Brynjar Daníelsson

Allir vinna átakinu hefur verið framlengt til 1. Janúar 2012 eins og fram kemur á vef Ríkisskattsstjóra.

http://www.rsk.is/einstaklingar/skattar-og-gjold/virdisaukaskattur/

Endurgreiðsla VSK af vinnu við íbúðarhúsnæði

Eigendum íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis er endurgreiddur sá virðisaukaskattur sem þeir greiða af vinnu iðnaðar- og verkamanna á byggingarstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Ekki er endurgreiddur virðisaukaskattur af efni eða vinnu stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem skráningarskyldar eru í vinnuvélaskrá.

Endurgreiðslan er m.a. háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar, þ.m.t. verður seljandi þjónustunnar að vera skráður á virðisaukaskattsskrá (vera með opið vsk-númer) á þeim tíma þegar vinnan er innt af hendi.

Að öllu óbreyttu munu endurgreiðslur, í átakinu „allir vinna“, til eigenda frístundahúsnæðis falla úr gildi þann 1. janúar 2014 sem og endurgreiðsluhlutfall til íbúðareigenda lækka úr 100% í 60%.

Af hvaða vinnu er endurgreitt?

Eins og að framan greinir nær endurgreiðslan til allrar vinnu manna á byggingarstað íbúðarhúsnæðis við nýbyggingu þess, endurbætur eða viðhald. Ekki er unnt að telja tæmandi talningu þá vinnu sem fellur undir ákvæðið, en almennt fellur undir ákvæðið öll sú vinna sem fram fer á staðnum, þó ekki sú vinna sem alla jafna er unnin á verkstæði. Á tímabilinu 1. janúar 2010 til 1. janúar 2014 er ennfremur endurgreitt af sérfræðiþjónustu, þ.e. vegna þjónustu verkfræðinga og arkitekta vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu íbúðar- eða frístundahúsnæðis.